Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson hefur verið að æfa og spila með FH síðastliðinn mánuð.
Einar Karl, sem er 31 árs, er uppalinn hjá FH en hann lék með Val frá 2015 til 2020. Svo fór hann í Stjörnuna og þaðan Í Grindavík fyrir tímabilið 2023.
Einar Karl, sem er 31 árs, er uppalinn hjá FH en hann lék með Val frá 2015 til 2020. Svo fór hann í Stjörnuna og þaðan Í Grindavík fyrir tímabilið 2023.
Síðastliðið sumar spilaði hann 22 leiki með Grindavík í Lengjudeildinni og skoraði þrjú mörk.
Grindavík hefur rætt við hann um áframhaldandi samning og þá hefur hann verið orðaður við Aftureldingu og Val í Bestu deildinni. En hann er að æfa með uppeldisfélaginu og gæti samið þar.
„Við erum að skoða stöðuna hjá okkur og það á bara eftir að taka lokaákvörðun um það," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, við Fótbolta.net í dag en fróðlegt verður að sjá hvort miðjumaðurinn reynslumikli snúi aftur í Kaplakrika.
Athugasemdir