Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Spurs og Man City: Postecoglou gerir þrjár breytingar
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tottenham Hotspur tekur á móti ríkjandi Englandsmeisturum frá Manchester City í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Hér er um gríðarlega mikilvægan slag að ræða, þar sem Man City getur sett níu fingur á Englandsmeistaratitilinn með sigri.

Tottenham þarf sigur í baráttunni um meistaradeildarsæti, en það eru eflaust blendnar tilfinningar hjá stuðningsmönnum liðsins sem vilja ekki gera erkifjendum sínum í Arsenal greiða í titilbaráttunni.

Bæði lið tefla fram sínum sterkustu byrjunarliðum, þar sem Ange Postecoglou gerir þrjár breytingar á liðinu sem lagði Burnley að velli um helgina.

Radu Dragusin kemur inn í varnarlínuna á meðan Rodrigo Bentancur og Pierre-Emile Höjbjerg fara á miðjuna. Oliver Skipp og Dejan Kulusevski setjast á bekkinn en Yves Bissouma er meiddur.

Bissouma bætist á langan meiðslalista sem inniheldur meðal annars Richarlison, Timo Werner og Destiny Udogie.

Pep Guardiola gerir eina breytingu á ógnarsterku liði Man City sem rúllaði yfir Fulham í síðustu umferð og hefur verið á fleygiferð á undanförnum vikum.

Kyle Walker kemur inn í byrjunarliðið fyrir Nathan Aké sem sest á bekkinn, en City er ekki að glíma við nein meiðslavandræði og er með gífurlega öflugan varamannabekk.

Tottenham: Vicario, Porro, Romero, Dragusin, Van de Ven, Höjbjerg, Bentancur, Sarr, Maddison, Son, Johnson
Varamenn: Austin, Royal, Skipp, Hall, Lo Celso, Bryan, Kulusevski, Moore, Scarlett

Man City: Ederson, Walker, Akanji, Dias, Gvardiol, Rodrigo, Kovacic, De Bruyne, B. Silva, Foden, Haaland
Varamenn: Ortega, Moreno, Stones, Ake, Grealish, Doku, Alvarez, Nunes, Bobb, Lewis
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner