Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 14. júní 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Pepsi-Max aftur af stað eftir landsleikjahlé
Fyrsti leikur sumarsins á Víkingsvelli fer fram í dag. Hann verður ekki í svona standi í dag.
Fyrsti leikur sumarsins á Víkingsvelli fer fram í dag. Hann verður ekki í svona standi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Pepsi Max-deild karla fer aftur af stað í dag eftir landsleikjahlé. Við viljum minna á það að markaðurinn í Draumaliðsdeild Eyjabita lokar klukkan 18:15

Það eru þrír leikir í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Fótbolti.net verður með beina textalýsingu frá þeim öllum.

Víkingur R. leikur sinn fyrsta leik á heimavelli í sumar. Það er búið að leggja gervigras á heimavöll hamingjunnar í Fossvogi, Víkingsvöllinn, og mun Víkingur taka á móti HK þar í kvöld. Víkingur er enn án sigurs og spurning hvort fyrsti sigurinn komi í dag.

Fylkir tekur á móti toppliði Breiðabliks og FH og Stjarnan eigast við í Kaplakrika. Bæði FH og Stjarnan eru með 11 stig í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.

Það er einnig leikið í 3. og 4. deild karla í dag. Í 3. deildinni fer topplið KV í Borgarnes og mætir Skallagrími, sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.

föstudagur 14. júní

Pepsi Max-deild karla
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

3. deild karla
20:00 Skallagrímur-KV (Skallagrímsvöllur)
20:00 Álftanes-Vængir Júpiters (Bessastaðavöllur)

4. deild karla - B-riðill - 4. deild karla
19:00 Hvíti riddarinn-Kormákur/Hvöt (Varmárvöllur)
20:00 KM-Snæfell (KR-völlur)

4. deild karla - C-riðill - 4. deild karla
20:00 Hamar-Hörður Í. (Grýluvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner