þri 14. júní 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Man City snýr sér að Phillips - Hár verðmiði á Nkunku
Powerade
Kalvin Phillips er á blaði Man City.
Kalvin Phillips er á blaði Man City.
Mynd: Getty Images
Bissouma nálgast Tottenham.
Bissouma nálgast Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tottenham vill Richarlison.
Tottenham vill Richarlison.
Mynd: Getty Images
Verðmiðinn á Sven Botman var hækkaður.
Verðmiðinn á Sven Botman var hækkaður.
Mynd: Getty Images
Margt áhugavert leynist í slúðurpakkanum í dag. Phillips, De Jong, Richarlison, Nkunku, Botman, Leno, Heaton, Choudhury og fleiri koma við sögu að þessu sinni.

Manchester City mun reyna að bæta við miðjumanni í sinn hóp. Efstur á blaði er enski landsliðsmaðurinn Kalvin Phillips (26) hjá Leeds United. (Times)

Tottenham hefur gert samkomulag við Brighton um 25 milljóna punda kaupverð á miðjumanninum Yves Bissouma (25) en Malímaðurinn á eitt ár eftir af gildandi samningi við Brighton. (Times)

Tottenham vill fá brasilíska sóknarleikmanninn Richarlison (25) frá Everton. Það er 50 milljóna punda verðmiði á Brassanum. (Telegraph)

Manchester United ræðir við Barcelona um hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) en mun ekki kaupa hann á uppsprengdu verði. Spænska félagið vill 85,7 milljónir punda. (Manchester Evening News)

Liverpool og Manchester City vilja fá spænska miðjumanninn Gavi (17) frá Barcelona. Riftunarákvæði í samningi hans hefur hækkað upp í 85,7 milljónir punda. (Marca)

RB Leipzig hefur sett 100 milljóna punda verðmiða á franska sóknarmanninn Christopher Nkunku (24) en Manchester United, Arsenal og Paris St- Germain hafa áhuga. (Independent)

Newcastle United er tilbúið að snúa sé að öðrum kostum eftir að Lille hækkaði verðmiðann á hollenska varnarmanninum Sven Botman (22) frá 30 milljónum punda í 36. (Telegraph)

Newcastle er enn bjartsýnt á að fá sóknarmanninn Hugo Ekitike (19) frá Reims en 25,6 milljóna punda tilboð er á borðinu. (Mail)

Fulham hefur áhuga á þýska markverðinum Bernd Leno (30) hjá Arsenal en félagið býr sig undir lífið í ensku úrvalsdeildinni. (Evening Standard)

Brighton vill fá nígeríska vinstri bakvörðinn Zaidu Sanusi (25) frá Porto en það gæti opnað leið fyrir spænska landsliðsmanninn Marc Cucuerella (23) til Manchester City. (Star)

Manchester City er nálægt því að tryggja sér franska miðvörðinn Isaak Toure (19) frá Le Havre. (Mail)

Middlesbrough hefur sent fyrirspurn varðandi enska markvörðinn Tom Heaton (36) hjá Manchester United og enska miðjumanninn Hamza Choudhury (24) hjá Leicester. (Northern Echo)

Aston Villa ætlar ekki að selja Danny Ings (29) þrátt fyrir að enski sóknarmaðurinn sé orðaður við Leeds United og Manchester United. (Sky Sports)

Leeds United er nálægt því að tryggja sér spænska miðjumanninn Marc Roca (25) frá Bayern München. (90min)

Fulham er að vinna baráttu við Nottigham Forest um að fá velska hægri bakvörðinn Neco Williams (21) frá Liverpool. (Football League World)

Skoska liðið Rangers vill fá Ross Stewart (25) frá Sunderland ef Kólumbíumaðurinn Alfredo Morelos (25) hafnar nýju samningstilboði á Ibrox. (Northern Echo)

Swansea City, Middlesbrough, Preston og QPR hafa öll áhuga á að fá írska sóknarmanninn Troy Parrott (20) lánaðan á komandi tímabili. (Football.London)

Coventry City hefur hafnað fyrirspurn frá Middlesbrough varðandi sænska sóknarmanninn Viktor Gyokeres (24) en Fulham hefur einnig áhuga. (Football Insider)

Preston North End er komið langt í viðræðum um að fá sóknarmanninn Andre Gray (30) frá Watford á frjálsri sölu. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner