Michael Carrick bráðabirgðaþjálfari Manchester United svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær fyrir stórleik liðsins gegn Arsenal.
Carrick kemur inn í þjálfarastarfið hjá Rauðu djöflunum á mikilvægum tímapunkti á tímabilinu en liðið byrjaði frábærlega undir hans stjórn og vann sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í stórveldi Manchester City. Næsti leikur er á útivelli gegn toppliði Arsenal á morgun.
„Ég hef ekki tíma til að hugsa lengra heldur en til næsta leiks, ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Það mikilvæga er að ég sinni þessu starfi vel með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Það er mikil ábyrgð sem fylgir þessu starfi," sagði Carrick, sem segist hlakka mikið til stórleiksins gegn Arsenal.
„Við vitum að þeir eru á toppi deildarinnar af ástæðu, þetta er framúrskarandi fótboltalið. Við erum á góðum stað og með mikið sjálfstraust, okkur hlakkar til að spila þennan leik. Við viljum mæta jákvæðir til leiks."
Carrick segist vera mjög hrifinn af Benjamin Sesko og gæti hann byrjað í fremstu víglínu eftir að hafa skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Hann kom þó ekki við sögu í sigrinum gegn City.
Sesko er þó í baráttu við nokkra leikmenn um sæti í fremstu víglínu. Bryan Mbeumo leysti hlutverkið vel gegn City og þá er Mason Mount einnig í hóp ásamt Matheus Cunha sem geta báðir spilað sem fremsti sóknarmaður. Joshua Zirkzee er fjarverandi vegna meiðsla.
Carrick ræddi einnig um samningsmál leikmanna. Hann segist hvergi hafa haft aðkomu að ákvörðuninni varðandi Casemiro, sem endurnýjar ekki við félagið, og bendir á að þetta sé ekki rétti tímapunkturinn til að ræða um samninga. Harry Maguire er að renna út á samningi ásamt Tom Heaton og er búist við að þeir semji báðir við félagið. Tyrell Malacia mun hins vegar fara á frjálsri sölu ásamt Casemiro.
Carrick talaði að lokum um miðjumanninn Kobbie Mainoo sem vildi vera lánaður frá Man Utd þegar liðið lék undir stjórn Ruben Amorim en stóð sig frábærlega í byrjunarliðinu gegn Man City um síðustu helgi.
„Við þurfum unga leikmenn úr akademíunni, þeir eru undirstaða félagsins. Þið sáuð í síðustu viku hvað Kobbie getur gert! Ég þjálfaði hann fyrst þegar ég var að taka þjálfaragráðurnar, á þeim tíma var hann 13 eða 14 ára gamall."
Rauðu djöflarnir eru í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, einu stigi á eftir Englandsmeisturum Liverpool.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 22 | 15 | 5 | 2 | 40 | 14 | +26 | 50 |
| 2 | Man City | 22 | 13 | 4 | 5 | 45 | 21 | +24 | 43 |
| 3 | Aston Villa | 22 | 13 | 4 | 5 | 33 | 25 | +8 | 43 |
| 4 | Liverpool | 22 | 10 | 6 | 6 | 33 | 29 | +4 | 36 |
| 5 | Man Utd | 22 | 9 | 8 | 5 | 38 | 32 | +6 | 35 |
| 6 | Chelsea | 22 | 9 | 7 | 6 | 36 | 24 | +12 | 34 |
| 7 | Brentford | 22 | 10 | 3 | 9 | 35 | 30 | +5 | 33 |
| 8 | Newcastle | 22 | 9 | 6 | 7 | 32 | 27 | +5 | 33 |
| 9 | Sunderland | 22 | 8 | 9 | 5 | 23 | 23 | 0 | 33 |
| 10 | Everton | 22 | 9 | 5 | 8 | 24 | 25 | -1 | 32 |
| 11 | Fulham | 22 | 9 | 4 | 9 | 30 | 31 | -1 | 31 |
| 12 | Brighton | 22 | 7 | 9 | 6 | 32 | 29 | +3 | 30 |
| 13 | Crystal Palace | 22 | 7 | 7 | 8 | 23 | 25 | -2 | 28 |
| 14 | Tottenham | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 | 29 | +2 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 22 | 6 | 9 | 7 | 35 | 41 | -6 | 27 |
| 16 | Leeds | 22 | 6 | 7 | 9 | 30 | 37 | -7 | 25 |
| 17 | Nott. Forest | 22 | 6 | 4 | 12 | 21 | 34 | -13 | 22 |
| 18 | West Ham | 22 | 4 | 5 | 13 | 24 | 44 | -20 | 17 |
| 19 | Burnley | 22 | 3 | 5 | 14 | 23 | 42 | -19 | 14 |
| 20 | Wolves | 22 | 1 | 5 | 16 | 15 | 41 | -26 | 8 |
Athugasemdir



