Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   lau 24. janúar 2026 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham fær kantmann frá Venesúela (Staðfest)
Mynd: West Ham
West Ham United er búið að tryggja sér kantmanninn Keiber Lamadrid á lánssamningi frá Deportivo La Guaira í Venesúela.

Keiber er 22 ára gamall og er aðeins með tæpt ár eftir af samningi sínum við Deportivo.

Hamrarnir eru með kaupmöguleika í lánssamningnum sem er talinn nema á milli 1 til 2 milljónum evra.

Þeir hafa verið að styrkja sig í sumar enda sitja þeir í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, fimm stigum frá öruggu sæti.

Framherjarnir Taty Castellanos og Pablo Felipe hafa verið keyptir inn í janúar á meðan Niclas Füllkrug og Luis Guilherme eru farnir.

Keiber, sem á einn A-landsleik að baki fyrir Venesúela, er því þriðji leikmaðurinn sem West Ham bætir við sig í janúar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner