Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fös 14. júlí 2023 18:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimavöllur Luton ekki klár - Leiknum gegn Burnley frestað
Mynd: Getty Images

Luton er nýliði á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa tryggt sér sæti í deildinni á síðustu leiktíð í gengum umspilið í Championship deildinni.


Heimavöllur liðsins hefur vakið mikla athygli þar sem gestirnir þurfa að ganga í gegnum garða hjá fólki til að komast inn.

Völlurinn er ekki löglegur í úrvalsdeildinni í þeirri mynd sem hann er í dag en félagið vinnur hörðum höndum að laga það sem þarf að laga.

Liðið átti að mæta Burnley þann 19. ágúst í fyrsta heimaleik liðsins í efstu deild en nú er ljóst að honum hefur verið frestað.

„Sameiginlega ákvörðunin um að fresta leiknum er sorgleg, sérstaklega í ljósi þess að byggingarvinnan gengur vel. Það er á réttri leið," segir Gary Sweet framkvæmdarstjóri félagsins.

Sweet segir að það megi lítið útaf bregða svo framkvæmdir tefjist svo eina í stöðunni var að fresta leiknum.

Fyrsti leikur Luton í úrvalsdeildinni verður á AmEx vellinum gegn Brighton þann 12. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner