banner
   fös 14. ágúst 2020 07:00
Aksentije Milisic
„Davies mun sjá um Messi"
Davies fer illa með leikmenn Chelsea.
Davies fer illa með leikmenn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Barcelona og Bayern Munchen mætast í stórleik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Karl-Heinz Rummenigge, formaður FC Bayern, hefur sagt að hinn 19 ára gamli Davies muni ekki lenda í neinum vandræðum með Messi í leiknum.

„Alphonso var frábær á þessu tímabili og átti skilið að vera valinn bestu ungi leikmaður tímabilsins," sagði Karl.

„Ef Messi spilar hans megin, þá mun Davies sjá um hann. Þetta er erfitt en áhugavert verkefni. Það er ekki oft sem Davies hefur látið sólað sig en tapað kapphlaupi í vetur."

Davies hefur verið stórkostlegur fyrir Bayern á þessu tímabili en hann spilar í stöðu vinstri bakvarðar. Eftir að hann braut sér leið í byrjunarliðið var David Alaba færður í miðvörðinn.

Davies spilaði 24 deildarleiki á tímabilinu og fimm leiki í Meistaradeildinni til þessa. Í þessum leikjum skoraði hann þrjú mörk og lagði upp fimm.
Athugasemdir
banner