Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 14. september 2024 17:52
Haraldur Örn Haraldsson
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er bara glæsileg, þetta er búið að vera einstaklega löng fæðing. Framan af móti var maður ekkert alltof bjartsýnn að ná þessu en við tökum bókstaflega hinn pólinn á síðasta tímabili, við byrjum illa, endum vel. Þannig að maður er bara spenntur að komast aftur í þetta umspil, þetta var geggjað í fyrra. Maður er bara fyrst og fremst glaður."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar eftir að liðið hans vann ÍR 3-0 í dag. Afturelding endar því tímabilið í 4. sæti og framundan bíður umspil til að komast upp í efstu deild. Sigurinn í dag var sannfærandi sem hlýtur að gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi leiki.

„Algjörlega, mér finnst að síðustu frammistöður, kannski mínus Fjölnir. Þá höfum við verið að sýna okkar rétta andlit, hvernig við erum búnir að vera æfa í vetur og hvernig við vorum í fyrra. Að koma inn af krafti og drepa leikina bara strax. Þannig að jú það er mikill munur að fara svona inn í úrslitakeppnina heldur en var í fyrra."

Arnór hefur verið mikið frá á þessu tímabili vegna meiðsla en náði að spila 83 mínútur í dag. Hann segist vera klár í komandi leiki.

„Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld en jú. Ætli þetta hafi ekki verið erfiðasta tímabil sem maður hefur upplifað, bara alltaf að koma til baka svo koma bakslög. Lengsta undibúningstímabil allra tíma hjá einum leikmanni. En núna verður þétt spilað þannig Garðar verður í fullri vinnu að tjasla mönnum saman. Þetta verður bara gaman."

Stuðningsmenn Aftureldingar mættu vel í þennan leik og studdu við bakið á liðinu. Með umspilið framundan má líkast til búast við áframhaldandi stuðningi frá þeim.

„Við sáum hvernig úrslitaleikurinn var í fyrra. Mosó var tómur, það voru allir niður í Laugardal. Þannig maður býst ekki við neinu öðru, það er ekki til betri stuðningsmenn á Íslandi heldur en hér í Mosó þegar þeir mæta. Þannig að maður óskar eftir mætingu það er ekkert annað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner