Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
banner
   lau 14. september 2024 17:52
Haraldur Örn Haraldsson
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er bara glæsileg, þetta er búið að vera einstaklega löng fæðing. Framan af móti var maður ekkert alltof bjartsýnn að ná þessu en við tökum bókstaflega hinn pólinn á síðasta tímabili, við byrjum illa, endum vel. Þannig að maður er bara spenntur að komast aftur í þetta umspil, þetta var geggjað í fyrra. Maður er bara fyrst og fremst glaður."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar eftir að liðið hans vann ÍR 3-0 í dag. Afturelding endar því tímabilið í 4. sæti og framundan bíður umspil til að komast upp í efstu deild. Sigurinn í dag var sannfærandi sem hlýtur að gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi leiki.

„Algjörlega, mér finnst að síðustu frammistöður, kannski mínus Fjölnir. Þá höfum við verið að sýna okkar rétta andlit, hvernig við erum búnir að vera æfa í vetur og hvernig við vorum í fyrra. Að koma inn af krafti og drepa leikina bara strax. Þannig að jú það er mikill munur að fara svona inn í úrslitakeppnina heldur en var í fyrra."

Arnór hefur verið mikið frá á þessu tímabili vegna meiðsla en náði að spila 83 mínútur í dag. Hann segist vera klár í komandi leiki.

„Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld en jú. Ætli þetta hafi ekki verið erfiðasta tímabil sem maður hefur upplifað, bara alltaf að koma til baka svo koma bakslög. Lengsta undibúningstímabil allra tíma hjá einum leikmanni. En núna verður þétt spilað þannig Garðar verður í fullri vinnu að tjasla mönnum saman. Þetta verður bara gaman."

Stuðningsmenn Aftureldingar mættu vel í þennan leik og studdu við bakið á liðinu. Með umspilið framundan má líkast til búast við áframhaldandi stuðningi frá þeim.

„Við sáum hvernig úrslitaleikurinn var í fyrra. Mosó var tómur, það voru allir niður í Laugardal. Þannig maður býst ekki við neinu öðru, það er ekki til betri stuðningsmenn á Íslandi heldur en hér í Mosó þegar þeir mæta. Þannig að maður óskar eftir mætingu það er ekkert annað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner