29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 14. september 2024 17:52
Haraldur Örn Haraldsson
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er bara glæsileg, þetta er búið að vera einstaklega löng fæðing. Framan af móti var maður ekkert alltof bjartsýnn að ná þessu en við tökum bókstaflega hinn pólinn á síðasta tímabili, við byrjum illa, endum vel. Þannig að maður er bara spenntur að komast aftur í þetta umspil, þetta var geggjað í fyrra. Maður er bara fyrst og fremst glaður."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar eftir að liðið hans vann ÍR 3-0 í dag. Afturelding endar því tímabilið í 4. sæti og framundan bíður umspil til að komast upp í efstu deild. Sigurinn í dag var sannfærandi sem hlýtur að gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi leiki.

„Algjörlega, mér finnst að síðustu frammistöður, kannski mínus Fjölnir. Þá höfum við verið að sýna okkar rétta andlit, hvernig við erum búnir að vera æfa í vetur og hvernig við vorum í fyrra. Að koma inn af krafti og drepa leikina bara strax. Þannig að jú það er mikill munur að fara svona inn í úrslitakeppnina heldur en var í fyrra."

Arnór hefur verið mikið frá á þessu tímabili vegna meiðsla en náði að spila 83 mínútur í dag. Hann segist vera klár í komandi leiki.

„Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld en jú. Ætli þetta hafi ekki verið erfiðasta tímabil sem maður hefur upplifað, bara alltaf að koma til baka svo koma bakslög. Lengsta undibúningstímabil allra tíma hjá einum leikmanni. En núna verður þétt spilað þannig Garðar verður í fullri vinnu að tjasla mönnum saman. Þetta verður bara gaman."

Stuðningsmenn Aftureldingar mættu vel í þennan leik og studdu við bakið á liðinu. Með umspilið framundan má líkast til búast við áframhaldandi stuðningi frá þeim.

„Við sáum hvernig úrslitaleikurinn var í fyrra. Mosó var tómur, það voru allir niður í Laugardal. Þannig maður býst ekki við neinu öðru, það er ekki til betri stuðningsmenn á Íslandi heldur en hér í Mosó þegar þeir mæta. Þannig að maður óskar eftir mætingu það er ekkert annað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner