Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. desember 2022 15:47
Elvar Geir Magnússon
Öryggisvörður féll af Lusail leikvangnum og lést
Úrslitaleikur HM verður á Lusail leikvangnum.
Úrslitaleikur HM verður á Lusail leikvangnum.
Mynd: Getty Images
Öryggisvörður lést eftir að hafa fallið af Lusail leikvangnum í Katar að loknum sigurleik Argentínu gegn Hollandi í 8-liða úrslitum HM.

Kenýumaðurinn John Njau Kibue var í þrjá daga á gjörgæsludeild áður en hann lést, 24 ára gamall.

Skipuleggjendur segja að í forgangi sé að rannsaka ástæður og aðstæður fallsins.

„Við viljum réttlæti og fá útskýringu á því hvað varð þess valdandi að hann lést. Við höfum ekki fengið myndir af vettvangi eða neinar upplýsingar," sagði systir Kibue við CNN.

Kibue er annar farandverkamaðurinn sem lætur lífið síðan HM fór af stað. Filippeyskur viðgerðarmaður lést þegar hann var við störf á æfingasvæði Sádi-Arabíu.

Á síðasta ári sagði Guardian frá því að 6.500 farandverkamenn hefði látist í Katar síðan þjóðinni var úthlutað HM árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner