Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 15. janúar 2021 11:39
Elvar Geir Magnússon
Aldrei verið betri tímapunktur fyrir Man Utd að mæta á Anfield
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að það hafi sennilega aldrei verið betri tímapunktur fyrir Manchester United að mæta Liverpool á Anfield.

Liðin eigast við á sunnudag í toppslag sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.

„Í fyrsta lagi verða ekki áhorfendur á Anfield, það eru meiðsli í varnarlínu Liverpool og þá hefur lið Jurgen Klopp verið í vandræðum með að skora mörk að undanförnu," segir Murpy.

„Þegar þú skoðar líka hvernig United hefur gengið, liðið spilar vel, vinnur leiki og er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Liðið ætti að fara inn í leikinn með meira sjálfstraust en þeir hafa haft í mörg ár."

Murphy skoraði þrisvar sinnum sigurmark fyrir Liverpool gegn United milli 2000 og 2004, allt í 1-0 sigrum.

„Sama hvernig staðan er í deildinni þá eru viðureignir Liverpool gegn United alltaf einstakar vegna sögunnar milli þessara tveggja félaga. En nú þegar liðin eru á toppnum verður þessi leikur enn sérstakari. Það hefur ekki verið eins mikið í húfi í viðureign milli þessara liða í langan tíma."

Hitað er upp fyrir leikinn í hlaðvarpsþættinum 'Enski boltinn' en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Hvort liðið vinnur á Ísafirði á laugardag og fer í bikarúrslitin?
Athugasemdir
banner