Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Abraham spenntur fyrir endurkomu til Villa
Abraham hefur skorað 3 mörk í 11 landsleikjum með Englandi eftir að hafa verið lykilmaður upp yngri landsliðin.
Abraham hefur skorað 3 mörk í 11 landsleikjum með Englandi eftir að hafa verið lykilmaður upp yngri landsliðin.
Mynd: EPA
Aston Villa er í leit að nýjum sóknarleikmanni eftir að hafa sent Donyell Malen til AS Roma.

Tammy Abraham virðist vera líklegasti kosturinn en hann er á mála hjá Besiktas í Tyrklandi. Abraham er þar á lánssamningi frá Roma með frammistöðutengdum kaupmöguleika, sem talið er að sé búið að virkja.

Besiktas þarf því að kaupa Abraham úr röðum Roma og getur svo selt hann beint til Villa. Framherjinn er sagður vera spenntur fyrir endurkomu í ensku úrvalsdeildina eftir meira en sjö ára fjarveru, en það eru sex ár liðin síðan hann lék fyrir Aston Villa og raðaði inn mörkum í næstefstu deild.

Abraham er 28 ára gamall og hefur verið í stuði á tímabilinu þar sem hann er kominn með 12 mörk og 3 stoðsendingar í 24 leikjum í öllum keppnum.

Unai Emery þjálfari Villa er spenntur fyrir að fá stóran framherja í hópinn sinn en Abraham er rúmlega 190cm á hæð.

Aston Villa er þegar búið að krækja í tvo sóknarleikmenn í janúarglugganum, táningana Alysson og Brian Madjo. Villa er sagt vera reiðubúið til að senda Evann Guessand til Besiktas sem hluta af kaupverðinu fyrir Abraham.

   11.01.2026 06:00
Aston Villa hefur áhuga á Tammy Abraham

Athugasemdir
banner