Sádi-Arabíska stórveldið Al-Hilal er búið að tryggja sér þjónustu miðvarðarins Pablo Marí næstu sex mánuðina.
Al-Hilal borgar um 2 milljónir evra til að kaupa Spánverjann úr röðum Fiorentina þar sem hann átti eitt og hálft ár eftir af samningi.
Marí var byrjunarliðsmaður hjá Fiorentina en vildi róa á önnur mið. Hann er 32 ára gamall og hefur bæði verið á mála hjá Arsenal og Manchester City á ferli sínum.
Marí komst í heimsfréttirnar fyrir rúmum þremur árum síðan þegar hann varð fyrir hnífstunguárás í stórverslun í útjaðri Mílanó, sem leikmaður Monza, og endaði á spítala.
Hann gerir sex mánaða samning við Al-Hilal sem er í titilbaráttu í Sádi-Arabíu. Þar mun hann leika undir stjórn Simone Inzaghi með samherjum á borð við Theo Hernández, Darwin Núnez og Rúben Neves.
Athugasemdir



