Það gengur illa hjá Real Madrid þessa dagana en liðið tapaði gegn B-deildarliði Albacete í spænska bikarnum í gær.
Liðið tapaði gegn Barcelona í úrslitum Ofurbikarsins á dögunum og Xabi Alonso var látinn taka pokann sinn. Alvaro Arbeloa tók við og hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn í gær.
Liðið tapaði gegn Barcelona í úrslitum Ofurbikarsins á dögunum og Xabi Alonso var látinn taka pokann sinn. Alvaro Arbeloa tók við og hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn í gær.
„Hjá þessu félagi er jafntefli slæmt, harmleikur, svo ímyndið ykkur tap eins og þetta. Þetta er sárt, sérstaklega gegn liði í neðri deild. Augljóslega verðum við að bæta okkur," sagði Alonso.
„Ég tek ábyrgð. Ég tek ákvarðanirnar, vel liðið, hvernig við spilum, skiptingar. Við reynum að bæta móralinn og jafna okkur líkamlega, bæta leikinn okkar fyrir laugardaginn (gegn Levante)."
Athugasemdir



