Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
banner
   fim 15. janúar 2026 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Buonanotte til Leeds (Staðfest)
Mynd: Leeds
Leeds United er búið að staðfesta félagaskipti Facundo Buonanotte til félagsins á lánssamningi sem gildir út tímabilið.

Buonanotte kemur á lánssamningi frá Brighton eftir að hafa dvalið hjá Chelsea á fyrri hluta tímabils.

Buonanotte fékk lítið að spreyta sig hjá stórveldinu og færir sig um set. Hann getur búist við að fá stærra hlutverk hjá nýliðum Leeds.

Buonanotte er 21 árs sóknartengiliður með tvo A-landsleiki að baki fyrir Argentínu. Hann á tvö og hálft ár eftir af samningi við Brighton eftir að hafa spilað 50 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 5 mörk.

Hann gerði fína hluti á láni hjá Leicester City sem féll úr úrvalsdeildinni í fyrra en fékk aðeins að spreyta sig í 8 leikjum með Chelsea fyrir áramót.

   15.01.2026 15:30
Rifta samningi við Chelsea og senda Buonanotte til Leeds



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner