Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea leitar að nýjum miðverði
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano tekur undir fregnir enskra fjölmiðla um að Chelsea sé í leit að nýjum miðverði í janúarglugganum.

Liam Rosenior nýr þjálfari Chelsea er sagður vera ánægður með leikmannahópinn, hann vanti einungis einn miðvörð til þess að fullkomna liðið.

Þetta eru fregnir sem koma einhverjum á óvart í ljósi þess að Tosin Adarabioyo, Trevoh Chalobah, Wesley Fofana, Josh Acheampong og Benoit Badiashile eru meðal miðvarða Chelsea, auk Levi Colwill sem er með slitið krossband og verður því frá keppni út tímabilið.

Auk þeirra getur vinstri bakvörðurinn Jorrel Hato einnig spilað sem miðvörður og þá er Axel Disasi ennþá samningsbundinn Chelsea, en hann hefur verið úti í kuldanum allt tímabilið.
Athugasemdir
banner