Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
banner
   fim 15. janúar 2026 10:20
Elvar Geir Magnússon
Fer fögrum orðum um Salah eftir að hafa eyðilagt draum hans
Salah og Mane í leiknum í gær.
Salah og Mane í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Sadio Mane skoraði sigurmark Senegals sem vann 1-0 gegn Egyptalandi í undanúrslitum Afríkukeppninnar í gær. Leikurinn vakti sérstaka athygli þar sem gömlu liðsfélagarnir Mane og Mohamed Salah voru að mætast.

Sane eyðilagði drauma Salah sem hefur aldrei náð að vinna Afríkukeppnina. Senegal mætir gestgjöfum Marokkó í úrslitaleik á sunnudag.

Salah verður 36 ára þegar næsta Afríkukeppni fer fram og mögulega var þetta hans síðasta tækifæri á að vinna keppnina.

„Þetta er ekki auðvelt fyrir hann en ég óska honum alls hins besta. hann gerði allt til að bera lið sitt áfram. Því miður þurfti annar okkar að tapa og ég er ánægður með að vera í úrslitaleiknum," segir Mane.

Þeir tveir voru saman í magnaðri sóknarlínu Liverpool fyrir nokkrum árum. Mane spilar í dag í Sádi-Arabíu en Salah er enn hjá Liverpool, þó mikið sé rætt og ritað um framtíð hans þar.

Það var hlýtt á milli þeirra fyrir leikinn í gær en minna meðan á leiknum stóð. Salah braut á Mane til að stöðva skyndisókn og úr því skapaðist talsverður hiti milli varamannabekkjanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner