Fylkir 2 - 1 Grótta
Mörk Fylkis:
Benedikt Daríus Garðarsson
Máni Austmann Hilmarsson
Mark Gróttu:
Grímur Ingi Jakobsson
Mörk Fylkis:
Benedikt Daríus Garðarsson
Máni Austmann Hilmarsson
Mark Gróttu:
Grímur Ingi Jakobsson
Fylkir tók á móti Gróttu í æfingaleik í gærkvöldi og hafði betur, með tveimur mörkum gegn einu.
Benedikt Daríus Garðarsson og Máni Austmann Hilmarsson skoruðu mörk heimamanna í Árbænum.
Guðfinnur Þór Leósson lék á miðjunni hjá Fylki í sigrinum en hann hefur verið hjá ÍA í Bestu deildinni síðustu tvö ár. Guðfinnur, fæddur 1999, er uppalinn hjá ÍA og með leiki að baki fyrir U15 og U16 landsliðin.
Grímur Ingi Jakobsson skoraði eina mark Gróttu í tapinu.
Fylkir og Grótta munu mætast í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að Grótta komst upp úr 2. deild í fyrra.
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir




