Tottenham er búið að staðfesta ráðningu á John Heitinga sem nýjum aðstoðarþjálfara fyrir Thomas Frank.
Heitinga er 42 ára gamall Hollendingur sem starfaði síðast sem aðalþjálfari hjá hollenska stórveldinu Ajax.
Heitinga var rekinn frá Ajax í nóvember og hafði því verið án starfs í rúma tvo mánuði.
Hann hóf þjálfaraferilinn með unglingaliði Ajax og gerði flotta hluti sem bráðabirgðaþjálfari aðalliðsins seinni hluta tímabils 2022-23.
Eftir það var hann ráðinn í þjálfarateymi David Moyes hjá West Ham fyrir tímabilið 2023-24, áður en hann starfaði sem aðstoðarþjálfari Arne Slot hjá Liverpool á síðustu leiktíð.
Heitinga stýrði Liverpool í 2-0 sigri gegn Newcastle í fyrra þegar Slot og Sipke Hulshoff aðstoðarþjálfari voru í banni. Liverpool varð Englandsmeistari og var Heitinga í kjölfarið ráðinn sem aðalþjálfari hjá Ajax, en entist ekki lengi.
We are delighted to welcome John Heitinga to the Club as First Team Assistant Coach, joining Thomas Frank’s coaching staff.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 15, 2026
???? https://t.co/tVI1ZB1aPV pic.twitter.com/tjfPYRXjzQ
Athugasemdir


