Sparta Rotterdam 1 - 2 FC Volendam
0-1 Brandley Kuwas ('13)
1-1 Ayoni Santos ('32)
1-2 Robert Muhren ('91)
0-1 Brandley Kuwas ('13)
1-1 Ayoni Santos ('32)
1-2 Robert Muhren ('91)
Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á varamannabekknum er Sparta Rotterdam fékk FC Volendam í heimsókn í 16-liða úrslitum hollenska bikarsins.
Brandley Kuwas tók forystuna fyrir Volendam snemma leiks en heimamenn í Rotterdam voru sterkari aðilinn. Þeir bönkuðu og bönkuðu á dyrnar þar til hinn tvítugi Ayoni Santos gerði jöfnunarmark svo staðan var jöfn, 1-1, í leikhlé.
Í síðari hálfleik voru heimamenn áfram sterkari aðilinn en þeim tókst ekki að finna sigurmarkið. Nökkvi Þeyr kom inn af bekknum á 60. mínútu en tókst ekki að knýja fram sigurmark. Þess í stað skoraði hinn 36 ára gamli Robert Mühren sigurmark fyrir gestina í uppbótartíma.
Lokatölur urðu því 1-2 og er Sparta Rotterdam dottið úr leik í bikarnum þrátt fyrir að hafa verið sterkara liðið á heimavelli og skapað sér hættulegri færi.
Athugasemdir





