Gamli refurinn Martin O'Neill, stjóri Celtic, kallar eftir þolinmæði frá stuðningsmönnum en skoska félagið er að vinna í því að styrkja leikmannahóp sinn.
Celtic er sex stigum frá toppliði Hearts og markmið O'Neill er að Celtic nái að verja Skotlandsmeistaratitil sinn.
Celtic er sex stigum frá toppliði Hearts og markmið O'Neill er að Celtic nái að verja Skotlandsmeistaratitil sinn.
„Málin á leikmannamarkaðnum eru að þróast í rétta átt og við ættum að ná inn mönnum sem styrkja hópinn. Ég hélt að tíma mínum hér væri lokið svo ég bjóst ekki við því að þurfa að skoða markaðinn. Við þurfum að fá þolinmæði, smá slaka, og allt verður í fínu lagi," segir O'Neill.
Celtic vann 1-0 sigur gegn Falkirk en spilamennska Celtic þótti alls ekki sannfærandi.
„Við viljum bæta við gæðum til að hjálpa leikmönnum sem eru þegar til staðar," segir O'Neill en mikið er talað um þörf liðsins á að styrkja sig sóknarlega.
Athugasemdir




