Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ómögulegt mark Gnabry hefur vakið mikla athygli
Mynd: EPA
Serge Gnabry skoraði eitt af þremur mörkum FC Bayern í sigri gegn Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og félögum í liði FC Köln í gærkvöldi.

Köln spilaði flottan fyrri hálfleik og náði forystunni en Gnabry tókst að jafna undir lok uppbótartímans með marki sem hefur verið kallað 'ómögulegt mark' af ýmsum fjölmiðlum.

Gnabry tók skemmtilega á móti lausri sendingu innan vítateigs með því að lyfta boltanum upp til að taka hann með sér. Þegar hann virtist vera kominn í ógöngur náði hann að skjóta boltanum í jörðina og lyfta honum þannig yfir markvörðinn og í netið úr afar þröngu færi.

Þýskalandsmeistarar Bayern tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og stóðu uppi sem sigurvegarar, lokatölur 1-3.

Sjáðu markið
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 17 15 2 0 66 13 +53 47
2 Dortmund 17 10 6 1 32 15 +17 36
3 RB Leipzig 16 10 2 4 32 19 +13 32
4 Stuttgart 17 10 2 5 32 25 +7 32
5 Hoffenheim 16 9 3 4 34 21 +13 30
6 Leverkusen 16 9 2 5 34 24 +10 29
7 Eintracht Frankfurt 17 7 5 5 35 36 -1 26
8 Freiburg 17 6 5 6 27 29 -2 23
9 Union Berlin 17 6 5 6 23 26 -3 23
10 Gladbach 17 5 4 8 23 29 -6 19
11 Wolfsburg 17 5 3 9 26 37 -11 18
12 Köln 17 4 5 8 25 29 -4 17
13 Werder 16 4 5 7 18 31 -13 17
14 Hamburger 16 4 4 8 17 27 -10 16
15 Augsburg 17 4 3 10 18 33 -15 15
16 Mainz 17 2 6 9 17 29 -12 12
17 St. Pauli 16 3 3 10 14 28 -14 12
18 Heidenheim 17 3 3 11 16 38 -22 12
Athugasemdir
banner
banner