Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 14:00
Elvar Geir Magnússon
Robertson svekktur vegna lítils spiltíma - Framtíðin óljós
Mynd: EPA
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, segir að framtíð sín sé óráðin en hann á aðeins fimm mánuði eftir af samningi sínum. Hann hefur rætt við Liverpool um nýjan samning en ekkert tilboð verið lagt á borðið.

Robertson, sem verður 32 ára í mars, verður með Skotum á HM næsta sumar.

„Við höfum átt viðræður en þær eru einkamál, sjáum hvað gerist," segir Robertson og viðurkennir að það sé erfitt að svara því hvort hann vilji vera áfram hjá félaginu.

„Ég þarf að sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni, setjast niður með fjölskyldu minni og taka ákvörðun."

Robertson hefur misst byrjunarliðssæti sitt til Milos Kerkez sem var keyptur á 40 milljónir punda í sumar. Skotinn hefur aðeins byrjað fjóra úrvalsdeildarleiki á tímabilinu.

„Ég held að Jurgen Klopp hafi látið mig einu sinni á bekkinn og ég varð pirraður. Ég er leikmaður sem vill spila, ég hef spilað í gegnum meiðsli og vil alltaf vera á grasinu. Nú er staðan önnur. Ef leikmaður er ánægðyr á bekknum þá er eitthvað sem er ekki í lagi. Ég er svekktur yfir því að hafa ekki spilað meira," segir Robertson.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner