Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barca og Valencia komust áfram
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Barcelona og Valencia komust áfram með sigrum í spænska bikarnum í kvöld.

Bæði liðin heimsóttu andstæðinga úr næstefstu deild og tókst að hafa betur. Ferran Torres skoraði fyrra markið í sigri Barcelona gegn Racing Santander.

Hansi Flick hvíldi ýmsa lykilmenn í leiknum en mætti þrátt fyrir það til leiks með sterkt byrjunarlið sem innihélt meðal annars Marcus Rashford, Dani Olmo og Lamine Yamal.

Þeim stjörnunum tókst þó ekki að skora fyrr en í síðari hálfleik, þegar Ferran Torres slapp í gegn og skoraði eftir magnaða stoðsendingu frá Fermín López sem var nýkominn inn af bekknum.

Santander leitaði að jöfnunarmarki í uppbótartíma en Börsungar refsuðu með því að innsigla sigurinn. Lamine Yamal heimtaði að klára leikinn og skoraði á 95. mínútu. Lokatölur 0-2, verðskuldaður sigur Barcelona.

Slagurinn á milli Burgos og Valencia var talsvert jafnari en þó tókst lærlingum Carlos Corberán að bera tveggja marka sigur úr býtum.

Rubo tók forystuna með skalla eftir hornspyrnu í steindauðum fyrri hálfleik og innsiglaði Umar Sadiq, sem er nýkominn til félagsins frá Real Sociedad, sigurinn með einföldu marki eftir slakan varnarleik heimamanna í síðari hálfleik. Lokatölur 0-2 þrátt fyrir sáralítið af færum í bragðdaufum slag.

Barcelona og Valencia fara því bæði áfram í 8-liða úrslit konungsbikarsins. Þau eru síðustu liðin til að tryggja sér þátttöku ásamt Albacete sem sló Real Madrid óvænt úr leik á dögunum. Atlético Madrid, Athletic Bilbao, Real Betis, Real Sociedad og Alavés eru líka með.

Racing Santander 0 - 2 Barcelona
0-1 Ferran Torres ('66)
0-2 Lamine Yamal ('95)

Burgos 0 - 2 Valencia
0-1 Ruben Iranzo ('10 )
0-2 Umar Sadiq ('50 )
Athugasemdir
banner
banner