Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
banner
   fim 15. janúar 2026 10:38
Elvar Geir Magnússon
Vilja bæta við Írana í sóknina í þessum glugga
Endar Mehdi Taremi í Skírisskógi?
Endar Mehdi Taremi í Skírisskógi?
Mynd: EPA
Nottingham Forest vill fá íranska sóknarmanninn Mehdi Taremi frá Olympiakos núna í janúarglugganum.

Hæg eru heimatökin en félögin eru bæði í eigu hins gríska Evangelos Marinakis.

Taremi er hokinn reynslu, 33 ára gamall, og er fyrrum leikmaður Inter og Porto.

Forest vill styrkja sóknarlínu sína og Taremi er ekki eini á blaði; félagið hefur einnig áhuga á Jörgen Strand Larsen hjá Úlfunum.

Fleiri félög hafa áhuga á Strand Larsen og er verðmiðinn á honum ekki undir 40 milljónum punda. Hann þykir vera með mörg af þeim einkennum sem Chris Wood býr yfir en Wood, sem skoraði 20 mörk fyrir Forest á síðasta tímabili, er á meiðslalistanum vegna erfiðra hnémeiðsla

Þá er Youssef En-Nesyri, 28 ára sóknarmaður Fenerbahce, líka á blaði hjá Forest en líklegra er talið að hann fari til Everton. Einnig horfir Forest til Artem Dovbyk, úkraínska landsliðssóknarmannsins hjá Roma. Hann er þó á meiðslalistanum sem stendur.

En samkvæmt Athletic er það Taremi sem Forest er sérstaklega að horfa til. Félagið vill minnka álagið og pressuna á Igor Jesus sem hefur byrjað síðustu sjö leiki í öllum keppnum. Taiwo Awoniyi er eina reynda varaskeifan fyrir hann.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner