Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
West Ham tilbúið að selja Paqueta
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paqueta er líklega að yfirgefa West Ham og ganga til liðs við Flamengo í heimalandinu.

Það fóru fréttir af stað á dögunum að Paqueta hafi neitað að spila um síðustu helgi gegn QPR í FA bikarnum og óskaði eftir því að yfirgefa félagið.


Fabrizio Romano greinir frá því að West Ham sé tilbúið að leyfa honum að fara. Flamengo mun fara í viðræður við West Ham á næstu dögum.

Paqueta er 28 ára gamall miðjumaður en hann gekk til liðs við West Ham frá Lyon árið 2022. Hann hefur spilað 138 leiki og skorað 23 mörk.
Athugasemdir
banner