Leikur gegn Kosóvó föstudaginn í næstu viku
Næsti leikur íslenska landsliðsins í undankeppni HM verður mikilvægur útileikur gegn Kosóvó sem spilaður verður í Albaníu föstudaginn 24. mars, eftir rúma viku. Leikur sem verður að vinnast.
Staða landsliðsmanna í aðdraganda leiksins hefur verið mikið í umræðunni enda er hún rosalega misjöfn. Ýmsir lykilmenn hafa verið að glíma við meiðsli eða verið úti í kuldanum.
Af þeim sem voru í byrjunarliðinu á EM hafa miðjumennirnir Gylfi og Aron verið á mesta fluginu. Sóknarlínan er spurningamerki og ólíklegt er að Jóhann Berg og Alfreð taki þátt.
Heimir Hallgrímsson og hans aðstoðarmenn hafa að ýmsu að huga en landsliðshópurinn verður opinberaður á fréttamannafundi á föstudaginn klukkan 13:15.
Fótbolti.net birtir hér uppfærða yfirferð sína yfir stöðu mála.
Staða landsliðsmanna í aðdraganda leiksins hefur verið mikið í umræðunni enda er hún rosalega misjöfn. Ýmsir lykilmenn hafa verið að glíma við meiðsli eða verið úti í kuldanum.
Af þeim sem voru í byrjunarliðinu á EM hafa miðjumennirnir Gylfi og Aron verið á mesta fluginu. Sóknarlínan er spurningamerki og ólíklegt er að Jóhann Berg og Alfreð taki þátt.
Heimir Hallgrímsson og hans aðstoðarmenn hafa að ýmsu að huga en landsliðshópurinn verður opinberaður á fréttamannafundi á föstudaginn klukkan 13:15.
Fótbolti.net birtir hér uppfærða yfirferð sína yfir stöðu mála.
Byrjunarliðið á EM:
Hannes Þór Halldórsson – Randers, Danmörku
Hannes er aðalmarkvörður Randers sem situr í sjötta sæti sæti. Í síðasta leik batt liðið enda á sjö tapleikja hrinu með því að gera jafntefli gegn AGF.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Birkir Már Sævarsson – Hammarby, Svíþjóð
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst 1. apríl. Birkir hefur verið að leikja í bikar- og æfingaleikjum með Hammarby.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Ragnar Sigurðsson – Fulham, Englandi
Hefur átt erfitt uppdráttar hjá Fulham og hefur verið ónotaður varamaður í síðustu leikjum. Hefur ekki komið við sögu hjá aðalliðinu í mánuð.
Staða í dag Verður líklega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Kári Árnason – Omonia, Kýpur
Hefur verið að glíma við meiðsli. Brákaði rifbein og hefur ekki spilað síðan 11. febrúar. Segir í nýju viðtali að hann verði líklega klár í leikinn.
Staða í dag Verður líklega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Ari Freyr Skúlason – Lokeren, Belgíu
Byrjunarliðsmaður hjá Lokeren sem er í ellefta sæti í belgísku deildinni.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Birkir Bjarnason – Aston Villa, Englandi
Birkir missir af mótsleik með íslenska landsliðinu í fyrsta sinn síðan 2011. Skaddaði liðband í hné í leik með Villa í upphafi mánaðarins.
Staða í dag Verður pottþétt ekki með gegn Kosóvó
Aron Einar Gunnarsson – Cardiff, Englandi
Besti leikmaður Cardiff á tímabilinu og spilar alla leiki í byrjunarliði.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Gylfi Þór Sigurðsson – Swansea, Englandi
Hefur borið Swansea á herðunum í ensku úrvalsdeildinni og er við toppinn í tölfræðiþáttum deildarinnar. Besti og heitasti leikmaður Íslands.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley, Englandi
Hefur ekki spilað með Burnley í tæpan mánuð vegna meiðsla í hné. Ekki hefur verið staðfest að hann missi af leiknum gegn Kosóvó en ólíklegt er að hann geti tekið þátt.
Staða í dag Ólíklegur í hópinn gegn Kosóvó
Jón Daði Böðvarsson – Wolves, Englandi
Spilar reglulega. Ónotaður varamaður í gær en í byrjunarliðinu þar á undan. Vinnusemina og dugnaðinn vantar ekki en hann er í mikilli markaþurrð, hefur ekki skorað fyrir Úlfana síðan í ágúst.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Kolbeinn Sigþórsson – Nantes, Frakklandi
Er að glíma við alvarleg meiðsli á hné og óvíst hvenær hann snýr aftur. Hefur sagt óttast að ferillinn sé í hættu en vonast til að geta tekið þátt í lok undankeppninnar.
Staða í dag Verður pottþétt ekki með gegn Kosóvó
Aðrir sem spiluðu á EM:
Arnór Ingvi Traustason – Rapid Vín, Austurríki
Fór meiddur af velli í leik fyrir tíu dögum og lék ekki um liðna helgi. Á samt að verða klár í landsleikinn. Hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann var keyptur til Vínar.
Staða í dag Mögulega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Eiður Smári Guðjohnsen – Án félags
Ekkert varð að því að Eiður færi í indversku Ofurdeildina vegna meiðsla. Eiður, sem er 38 ára, er félagslaus og lítið heyrst af hans málum.
Staða í dag Verður pottþétt ekki með gegn Kosóvó
Emil Hallfreðsson – Udinese, Ítalíu
Byrjar á miðjunni í öllum leikjum Udinese í hinni sterku ítölsku A-deild. Liðið er í tólfta sæti deildarinnar.
Staða í dag Verður líklega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Sverrir Ingi Ingason – Granada, Spáni
Hefur staðið sig vel Granada í La Liga. Byrjað alla leiki hjá liðinu sem berst fyrir lífi sínu í deildinni.
Staða í dag Gerir sterkt tilkall í byrjunarliðið gegn Kosóvó
Theodór Elmar Bjarnason – AGF, Danmörku
Hefur verið varamaður hjá AGF eftir vetrarfrí. Hefur verið mikilvægur hlekkur í leikmannahópi Íslands en tekur út leikbann gegn Kosóvó.
Staða í dag Ekki með gegn Kosóvó vegna leikbanns
Alfreð Finnbogason - Augsburg, Þýskalandi
Alfreð skoraði í öllum fyrstu þremur leikjum Íslands í undankeppni HM. Hefur ekki spilað síðan í september vegna erfiðra nárameiðsla. Hefur ekki verið staðfest að hann verði ekki með í hópnum en það verður að teljast gríðarlega ólíklegt.
Staða í dag Mjög ólíklegur í hópinn gegn Kosóvó
Aðrir í EM-hópnum:
Ingvar Jónsson – Sandefjord, Noregi
Sandefjord komst í fyrra upp í efstu deild en keppni þar hefst 1. apríl. Hefur verið að leika undirbúningsleiki.
Staða í dag Verður líklega í hópnum gegn Kosóvó
Ögmundur Kristinsson – Hammarby, Svíþjóð
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst 1. apríl. Hefur verið að leikja í bikar- og æfingaleikjum með Hammarby.
Staða í dag Verður í hópnum gegn Kosóvó
Hjörtur Hermannsson – Bröndby, Danmörku
Hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan eftir EM. Er byrjunarliðsmaður í hjarta varnarinnar hjá Bröndby sem situr í öðru sæti.
Staða í dag Mögulega í hópnum gegn Kosóvó
Hörður Björgvin Magnússon – Bristol City, Englandi
Er að berjast um sæti í byrjunarliðinu en hefur mikið vermt varamannabekkinn að undanförnu.
Staða í dag Líklega í hópnum gegn Kosóvó
Haukur Heiðar Hauksson – AIK, Svíþjóð
Fór í aðgerð seint á síðasta ári og hefur ekki verið í hópnum síðan í október. Hefur spilað undirbúningsleiki í Svíþjóð.
Staða í dag Mögulega í hópnum gegn Kosóvó
Rúnar Már Sigurjónsson – Grasshopper, Sviss
Í byrjunarliði Grasshopper sem situr í áttunda sæti svissnesku deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Staða í dag Verður í hópnum gegn Kosóvó
Aðrir sem hafa verið í síðustu hópum í undankeppni HM:
Hólmar Örn Eyjólfsson – Maccabi Haifa, Ísrael
Byrjunarliðsmaður í miðverði hjá Maccabi Haifa sem hefur tryggt sér sæti í efra umspili í ísraelsku deildinni.
Staða í dag Verður í hópnum gegn Kosóvó
Ólafur Ingi Skúlason – Karabukspor, Tyrklandi
Varamaður í Tyrklandi en hefur komið inn í síðustu tveimur leikjum af fjórum. Lið hans situr í sjöunda sæti tyrknesku deildarinnar.
Staða í dag Mögulega í hópnum gegn Kosóvó
Viðar Örn Kjartansson – Maccabi Tel Aviv, Ísrael
Markahæstur í Ísrael. Meðan Alfreð og Kolbeinn eru meiddir er hann klárlega okkar fremsti markaskorari.
Staða í dag Gerir sterkt tilkall í byrjunarliðið gegn Kosóvó
Björn Bergmann Sigurðarson – Molde, Noregi
Norska deildin fer af stað 1. apríl. Meiðsli eru í sóknarlínu Íslands og mögulegt að Björn fái tækifærið. Hefur verið að leika undirbúningsleiki.
Staða í dag Mögulega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó
Elías Már Ómarsson – Gautaborg, Svíþjóð
Var í byrjunarliðnu í síðasta bikarleik en deildin er ekki farin af stað. Var í hópnum í síðasta leik í undankeppni HM.
Staða í dag Mögulega í hópnum gegn Kosóvó
Aðrir mögulegir:
Rúnar Alex Rúnarsson – Nordsjælland, Danmörku
Byrjunarliðsmaður í dönsku úrvalsdeildinni. Mögulegur aðalmarkvörður landsliðsins í framtíðinni.
Staða í dag Mögulega í hópnum gegn Kosóvó
Diego Jóhannesson – Real Oviedo, Spáni
Fastamaður í hægri bakverði Oviedo sem situr í umspilssæti í B-deild Spánar. Hefur aldrei verið valinn í hóp hjá Íslandi fyrir keppnisleik.
Staða í dag Gæti komið til greina í hópinn gegn Kosóvó
Rúrik Gíslason – Nurnberg, Þýskalandi
Var ekki með Nurnberg í síðasta leik vegna meiðsla en greinir frá því á Instagram að hann sé orðinn leikfær á ný. Hefur fengið aukinn spiltíma með Nurnberg síðustu vikur. Liðið er í 9. sæti í þýsku B-deildinni.
Staða í dag Gæti komið til greina í hópinn gegn Kosóvó
Aron Sigurðarson – Tromsö, Noregi
Tvö mörk í fjórum vináttulandsleikjum. Heimir gæti hugsað til hans í ljósi þess að Jóhann Berg er meiddur.
Staða í dag Gæti komið til greina í hópinn gegn Kosóvó
Guðlaugur Victor Pálsson – Esbjerg, Danmörk
Er á miðju Esbjerg með fyrirliðabandið en liðið er næst neðst í deildinni.
Staða í dag Gæti komið til greina í hópinn gegn Kosóvó
Matthías Vilhjálmsson – Rosenborg, Noregi
Skoraði í báðum leikjum Rosenborg í æfingaferð á Spáni. Byrjaði á miðjunni í fyrri leiknum en sem sóknarmaður gegn FH í þeim seinni.
Staða í dag Gæti komið til greina í hópinn gegn Kosóvó
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir