Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 15. mars 2017 08:31
Magnús Már Einarsson
Kári Árna verður líklega klár gegn Kosóvó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann verði líklega klár í slaginn fyrir landsleikinn gegn Kosóvó eftir níu daga.

Kári hefur verið frá keppni í rúman mánuð eftir að sprunga mayndaðist í rifbeini í leik með Omonia Nicosia á Kýpur.

„Ég er að reyna mitt besta til að vera klár í lands­leik­inn, en get ekki svarað því núna hvort svo verður. Mér finnst samt lík­legt að ég verði orðinn klár, og það var alltaf mark­miðið sem ég setti mér,“ sagði Kári við Morgunblaðið.

Kári hefur æft með Omonia undanfarið en ekki viljað spila leik til að taka ekki áhættuna á að fá högg.

Kári hefur misst af sex leikjum með Omonia en hann gæti náð einum leik með liðinu áður en kemur að landsleiknum við Kosóvó.

„Það er mögu­leiki á að ég spili næsta leik á laug­ar­dag en við met­um stöðuna dag frá degi og ég fer í mynda­töku reglu­lega til að sjá hvernig beinið grær,“ sagði Kári við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner