„Frábær sigur og ég er virkilega ánægð sérstaklega með fyrri hálfleik." sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji Breiðablik en Breiðablik hóf titilvörn sína með frábærum 6-1 sigri á Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar kvenna
Lestu um leikinn: Breiðablik 6 - 1 Stjarnan
,,Það voru allir mjög spenntir að byrja þetta mót og við settum nokkur mörk í fyrri hálfleik sem var bara frábært."
„Planið var náttúrulega að klára þær alveg í seinni hálfleik en eins og ég segi var seinni hálfleikurinn pínu sloppý hjá okkur og mjög hægur leikurinn, við vorum ekki að gera þetta nægilega vel en að sama skapi vorum við bara fínar og kláruðum þetta og það er það eina sem skiptir máli."
Berglind Björg var á skótskónnum í dag og skoraði tvö mörk. Er hún með eitthvað markmið í markaskorun fyrir komandi tímabil í sumar?
„Nei í rauninni ekki, bara að við séum að vinna leiki og gengur vel og hafa gaman að þessu." sagði Berglind létt í lokin.