Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   þri 15. apríl 2025 20:32
Anton Freyr Jónsson
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Kvenaboltinn
Berglind Björg gékk í raðir Breiðablik fá Val í vetur.
Berglind Björg gékk í raðir Breiðablik fá Val í vetur.
Mynd: Breiðablik

„Frábær sigur og ég er virkilega ánægð sérstaklega með fyrri hálfleik." sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji Breiðablik en Breiðablik hóf titilvörn sína með frábærum 6-1 sigri á Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar kvenna


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Stjarnan

,,Það voru allir mjög spenntir að byrja þetta mót og við settum nokkur mörk í fyrri hálfleik sem var bara frábært."

„Planið var náttúrulega að klára þær alveg í seinni hálfleik en eins og ég segi var seinni hálfleikurinn pínu sloppý hjá okkur og mjög hægur leikurinn, við vorum ekki að gera þetta nægilega vel en að sama skapi vorum við bara fínar og kláruðum þetta og það er það eina sem skiptir máli."

Berglind Björg var á skótskónnum í dag og skoraði tvö mörk. Er hún með eitthvað markmið í markaskorun fyrir komandi tímabil í sumar?

„Nei í rauninni ekki, bara að við séum að vinna leiki og gengur vel og hafa gaman að þessu." sagði Berglind létt í lokin.

Athugasemdir