Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 15. maí 2021 00:05
Brynjar Ingi Erluson
Kristófer Óskar: Við stigum bara á bensíngjöfina
Kristófer Óskar í leik með Aftureldingu
Kristófer Óskar í leik með Aftureldingu
Mynd: Hanna Símonardóttir
Kristófer Óskar Óskarsson var maður leiksins er Afturelding vann Víking Ó. 5-1 í Lengjudeildinni í kvöld en hann skoraði fjögur mörk fyrir gestina.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Kristófer Óskar er fæddur árið 2000 og er á láni frá Fjölni en hann skoraði fyrstu mörk sín fyrir Aftureldingu í kvöld.

Hann stimplaði sig inn í deildina með látum og náði að skora þrennu í fyrri hálfleik áður en hann bætti við fjórða markinu á 67. mínútu í þeim síðari.

Kristófer var ánægður með sigurinn í dag en viðurkenni að Víkingur hefði auðveldlega getað komið sér betur inn í leikinn ef þeir hefðu nýtt færin.

„Það var hátt spennustig í mönnum og mikil læti en við náðum að koma mörkunum inn á fyrstu sjö mínútunum. Þeir fengu sín færi og hefðu getað jafnað eða minnkað muninn fyrr en svo drepum við þetta í 3-0 og þeir hætta ekki og minnka muninn í 3-1 en við náum að drepa leikinn í 4-1," sagði Kristófer Óskar.

„Við náum aðeins að halda í hann og opna miðjuna betur, náðum að vera rólegir á boltann, Létum þá hlaupa og það heppnaðist fullkomlega. Við stigum bara á bensíngjöfina," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner