sun 15. maí 2022 14:10
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski verður hjá Bayern út samninginn
Þessir gætu mæst í El Clasico haustið 2023!
Þessir gætu mæst í El Clasico haustið 2023!
Mynd: Getty Images

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri FC Bayern, segir að Robert Lewandowski verði ekki seldur frá félaginu í sumar þrátt fyrir að sóknarmaðurinn vilji skipta yfir til Barcelona.


Lewandowski á eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern og mun því spila fyrir Þýskalandsmeistarana á næstu leiktíð.

„Þetta er ekki eitthvað sem veldur okkur hausverk. Við buðum Lewy samning sem umboðsmaðurinn hafnaði. Staðreyndin er sú að Lewy er samningsbundinn og mun virða samninginn. Punktur, basta!" sagði Kahn. Orð hans eru ekki ósvipuð orðum Herbert Hainer forseta Bayern.

„Lewandowski er samningsbundinn til júní 2023 og mun spila fyrir okkur þangað til. Það er ekki hægt að segja að við séum að neyða hann til neins, hann skrifaði undir samning," sagði Hainer.

Það er ljóst að Lewandowski vill fara frá félaginu sem fyrst en stjórnin ætlar ekki að leyfa honum það. 

Lewandowski er 33 ára og hefur skorað 110 mörk í síðustu 94 deildarleikjum með Bayern.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner