Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 15. maí 2024 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Breiðablik áfram með fullt hús
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fylkir 0 - 2 Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir ('41)
0-2 Agla María Albertsdóttir ('56, víti)

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik heimsótti Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld og vörðust heimakonur í Árbæ vel í fyrri hálfleik en réðu að lokum ekki við gæðin sem búa í Öglu Maríu Albertsdóttur.

Fyrsta mark leiksins kom á 41. mínútu þegar Agla María náði góðum skalla að marki sem var varinn út í teiginn, beint fyrir fætur Birtu Georgsdóttur sem kláraði færið vel.

Fylkiskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og átti Guðrún Karítas Sigurðardóttir tvær góðar marktilraunir sem rötuðu þó ekki í netið og í kjölfarið fengu Blikar dæmda vítaspyrnu fyrir hendi innan teigs. Agla María steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi til að tvöfalda forystuna.

Abigail Boyan átti skot í slá skömmu eftir mark Öglu Maríu en Blikar tóku stjórn á leiknum í kjölfarið og voru óheppnar að bæta ekki mörkum við.

Lokatölur urðu 0-2 og er Breiðablik áfram með fullt hús stiga, jafnt Val á toppi Bestu deildarinnar. Blikakonur hafa aðeins fengið eitt mark á sig eftir fimm umferðir af sumrinu.

Fylkir situr eftir í neðri hluta deildarinnar með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner