Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fös 15. júlí 2016 15:45
Elvar Geir Magnússon
Sakar samherja sinn hjá Fram um að hafa grafið undan sér
Ingólfur Sigurðsson og Hlynur Atli.
Ingólfur Sigurðsson og Hlynur Atli.
Mynd: Fótbolti.net - Samsett
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ingólfur Sigurðsson leikmaður Fram sakar samherja sinn hjá félaginu, Hlyn Atla Magnússon, um að hafa grafið undan sér. Þetta segir Ingólfur í viðtali við 433.is.

Ingólfur gekk í raðir Fram fyrir tímabilið en hann segist hafa verið boðaður á fund þar sem honum hafi verið tjáð að félagið vildi losa sig við hann því hann hefði slæm áhrif á hópinn.

„Ég heyrði ekkert frá þjálfaranum fyrr en ég hringdi í hann, þar segir hann að meirihluti leikmanna hafi komið og kvartað undan mér og meintri neikvæðni. Það rímar hvorki við sannleikann eða það sem leikmenn segja," segir Ingólfur við 433.

„Það eina sem hefur komið upp úr krafsinu er að Hlynur Atli hafi rætt við þjálfarann og haldið þessu fram, ekki neinn leikmaður kannast við að hafa rætt við Hlyn. Hann er ekki fyrirliði liðsins og hingað til hafa menn ekki leitast eftir því að fara í trúnaðarsamtöl við hann. "

Fótbolti.net reyndi að fá viðbrögð Hlyns við þessum ásökunum en hann svaraði ekki símanum.

Svona ákvörðun ekki tekin út frá einum leikmanni
Ásmundur Arnarsson er þjálfari Fram en hann tjáði sig við Fótbolta.net rétt áðan.

„Eins og mörg lið erum við að skoða okkar hóp og hvað við viljum gera. Það er rétt í þessu að Ingólfur var tekinn á fund og tjáð að hann væri ekki í framtíðarplönum og mætti líta í kringum sig. Ósk félagsins væri að það myndi gerast strax. Engin slík ákvörðun er tekin út frá einhverjum einum leikmanni eins og hann heldur fram. Það er bara rangt," segir Ásmundur sem segist ekki geta tekið undir það að Hlynur Atli hafi grafið undan Ingólfi.

„Við horfum yfir sviðið og reynum að taka ákvarðanir með hag liðsins og félagsins í huga. Meira vil ég ekki segja. Mér er illa við að vera í persónulegu skítkasti opinberlega og vill ekki hallmæla Ingólfi opinberlega með neinum hætti. Þetta er ákvörðun sem við tökum og verðum að standa og falla með því."

Mikil leikmannavelta hefur orðið hjá Fram undanfarin ár en liðið er í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar, 1. deildar.
Athugasemdir
banner
banner
banner