Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 15. júlí 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsta tilboði West Ham í Johnstone neitað
West Brom hefur neitað fyrsta tilboði West Ham í markvörðinn Sam Johnstone.

Johnstone, sem er 28 ára gamall, var hluti af enska landsliðinu á EM í sumar.

Líklegt er að Johnstone yfirgefi WBA í sumar eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor.

WBA er sagt vilja fá yfir tíu milljónir punda fyrir markvörðinn og er West Ham samkvæmt heimildum Athletic talsvert frá því að uppfylla kröfur WBA.

Valerien Ismael, stjóri WBA, á von á því að Johnstone og Matheus Pereira fari frá félaginu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner