mið 15. september 2021 08:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bestur í 3. deild: Beint úr Veigars Páls skólanum
Úr leik KFG og Vestra árið 2019
Úr leik KFG og Vestra árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður 21. umferðar í 3. deild karla að mati Ástríðunnar var Örvar Logi Örvarsson, leikmaður KFG.

„Þetta er annar leikurinn í röð þar sem við veljum leikmann sem spilaði á móti Ægi, það er kannski boring en það er bara af því að Ægir er með mjög gott lið og þeir hafa tapað síðustu tveimur leikjum, þeir leikmenn sem eru bestir í liðunum á móti þeim eru væntanlega góðir kandídatar til þess að vera leikmenn umferðarinnar og Logi var það svo sannarlega í þessum leik. Hann skorar sigurmarkið á 90 mínútu eftir góða skyndisókn, strákur fæddur 2003," sagði Sverrir Mar.

„Hann er Stjörnustrákur, beint úr Holtsbúðinni," sagði Gylfi Tryggvason.

„Beint úr Veigars Páls og Dresa Loga skólanum, það er ekki slæmur skóli til að fara í gegnum skal ég segja þér," sagði Sverrir.

„Við vorum að fá skýrslu frá Ægismanni um leikinn. 'Ímyndaðu þér Liverpool á móti WBA þar sem WBA skorar á fyrstu mínútu og svo á síðustu mínútu þegar Liverpool er að reyna að sækja sigurmarkið, Ægir - KFG var nákvæmlega þannig'. Ef ég væri í KFG að hlusta, þá væri ekkert betra en að fá þessi skilaboð frá stuðningsmanni Ægis,'" sagði Gylfi.

„Ég held að hann sé nú ekki að meina að KFG séu WBA. Leikurinn var þannig að þeir láu til baka en ekki að þeir séu jafn lélegir og WBA. Ægismenn fengu klárlega færi til að klára þennan leik," sagði Sverrir.

„Ég held það, KFG menn, takið þessu þannig, allir hata ykkur og þið getið ekki neitt." sagði Gylfi.

Það verður mikil barátta um 2. sætið í deildinni í loka umferðinni en Höttur/Huginn hefur þegar tryggt sér efsta sætið. KFG jafnaði Ægi að stigum í 2-3. sæti með þessum sigri. Ægir heimsækir Hött/Huginn í lokaumferðinni og KFG fær Sindra í heimsókn sem er í 4. sæti tveimur stigum á eftir Ægi og KFG.

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
8. umferð: Cristofer Rolin (Ægir)
9. umferð: Hafsteinn Gísli Valdimarsson (KFS)
10. umferð: Pape Mamadou Faye (Tindastóll)
11. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
12. umferð: Dimitrije Cokic (Ægir)
13. umferð: Jóhann Ólafur Jóhannsson (KFG)
17. umferð: Andri Jónasson (ÍH)
18. umferð: Ismael Yann Trevor (Einherji)
19. umferð: Manuel Garcia Mariano (Höttur/Huginn)
20. umferð: Frans Sigurðsson (KFS)
Ástríðan - Húsavík nötraði og Höttur/Huginn tryggði sig upp
Athugasemdir
banner
banner
banner