Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fim 15. september 2022 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Enginn sannleikur í fréttum sem segja mig á leið til Brighton"
Steve Cooper, stjóri Nottingham Forest, hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Brighton eftir að Graham Potter var fenginn þaðan til Chelsea.

Á fréttamannafundi í dag sagði Cooper ekkert til í fregnum sem segðu hann á leið til Brighton.

„Það er klárlega enginn sannleikur í fréttum sem segja mig á leið til Brighton. Allir sem þekkja mig vita hvað það þýðir fyrir mig að vinna fyrir Nottingham Forest og hversu mikilvægt það er mér. Sérstaklega eftir að hafa tapað nokkrum leikjum, þá skiptir starfið mig enn meira máli," sagði Cooper.

„Það er það eina sem er í huga mér, starfið sem ég vinn hér á hverjum degi. Það tekur nóg af mínum tíma að velta því fyrir mér. Ég hef elskað að vera hér, elska leikmennina, starfsfólkið og borgina. Það er það eina sem er í mínum huga þessa stundina," bætti Cooper við.

Cooper er 42 ára gamall og hafði þjálfað U16 og U17 hjá Englandi auk þess að stýra Swansea áður en hann var ráðinn til Forest á síðasta ári.

Forest er nýliði í úrvalsdeildinni og er í 19. sæti deildarinnar eftir sex umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á heimavelli annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner