Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   fös 15. október 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vieira spenntur: Erfitt að tala um Arsenal
Patrick Vieira er goðsögn hjá Arsenal en hann mun mæta með lið sitt, Crystal Palace, á Emirates leikvanginn á mánudag. Vieira tók við Palace fyrir tímabilið.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að mæta Arsenal. Ég fékk að spila hjá félaginu í níu ár, kom til félagsins sem krakki og fór sem maður. Þetta er félag þar sem ég spilaði best á mínum ferli," sagði Vieira á fréttamannafundi í dag.

„Þetta verður tilfinningaþrungið en ég mun setja það til hliðar. Þetta snýst um að sýna góða frammistöðu og að ná í stig."

Vieira var spurður út í stöðu mála hjá Arsenal en stuðningsmenn eru margir hverjir ekki ánægðir hvernig félaginu hefur gengið undanfarin ár.

„Þetta er fyrir fólk hjá félaginu að svara, ekki þeirra sem standa fyrir utan. Þegar þú ert ekki með allar upplýsingar þá er erfitt að tala um svona hluti," sagði Vieira.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner