Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Emilía afgreiddi B93 - Emelía áfram
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það voru tvö Íslendingalið sem áttu leiki í danska bikarnum í dag og skópu þau bæði sigur.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í aðalhlutverki er sterkt lið Nordsjælland vann þægilegan sigur gegn B93.

Emilía, sem er fædd 2005 og á tvo A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd, skoraði tvennu í 3-0 sigri til að tryggja Nordsjælland áfram í átta liða úrslitin.

Emelía Óskarsdóttir og stöllur hennar í HB Köge eru einnig komnar í 8-liða úrslit eftir sigur á útivelli gegn Næstved.

Emelía er fædd 2006 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki með yngri landsliðum Íslands.

Íslendingalið Bröndby er einnig komið í 8-liða úrslitin eftir sigur gegn Österbro í síðustu viku. Þar gaf Hafrún Rakel Halldórsdóttir stoðsendingu í tveggja marka sigri og er Ingibjörg Sigurðardóttir einnig á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner