Brasilíska félagið Palmeiras hefur tilkynnt sölu á Endrick til Real Madrid. Kaupin ganga í gegn í júlí 2024, þegar leikmaðurinn verður 18 ára gamall.
Leila Pereira, forseti Palmeiras, segir að um stærstu viðræður í sögu brasilíska fótboltans hafi verið að ræða.
Á heimasíðu félagsins er haft eftir Endrick að Palmeiras verði alltaf í hjarta sínu. Hann er yngsti leikmaður sem spilað hefur fyrir aðallið félagsins.
Leila Pereira, forseti Palmeiras, segir að um stærstu viðræður í sögu brasilíska fótboltans hafi verið að ræða.
Á heimasíðu félagsins er haft eftir Endrick að Palmeiras verði alltaf í hjarta sínu. Hann er yngsti leikmaður sem spilað hefur fyrir aðallið félagsins.
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að um 60 milljóna evra kaupverð sé að ræða en upphæðin geti svo hækkað eftir ákvæðum.
Mikið kapphlaup hefur verið um Endrick sem er talin einhver mesta vonarstjarna fótboltans.
Palmeiras, Real Madrid-ESP e os representantes do atacante Endrick chegaram, nesta quinta-feira (15), a um acordo para a transferência do jogador ao clube espanhol em julho de 2024, quando ele completará 18 anos. Os termos e valores da operação são confidenciais. pic.twitter.com/3LgPSEDU0T
— SE Palmeiras (@Palmeiras) December 15, 2022
???????? @endrickii pic.twitter.com/6wjdepb6j4
— Real Madrid C.F. ???????????????? (@realmadriden) December 15, 2022
Athugasemdir