Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 15. desember 2022 16:37
Elvar Geir Magnússon
Portúgal búið að reka Santos (Staðfest) - Mourinho efstur á blaði
Fernando Santos hefur verið rekinn.
Fernando Santos hefur verið rekinn.
Mynd: EPA
Portúgalska fótboltasambandið hefur rekið Fernando Santos en hann hefur verið landsliðsþjálfari í átta ár.

Hápunkturinn kom klárlega 2016 þegar hann stýrði portúgalska liðinu til Evrópumeistaratitilsins. Árið 2019 vann liðið svo Þjóðadeildina.

Santos er 68 ára og var með samning til 2024 en honum hefur nú verið rift eftir að Portúgal féll úr leik gegn Marokkó í 8-liða úrslitum HM í Katar.

Portúgal hyggst ráða nýjan þjálfara á næstu vikum en samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum er Jose Mourinho, stjóri Roma, efstur á blaði hjá Fernando Gomes, forseti portúgalska sambandsins.

Hvort Mourinho sé fáanlegur frá Roma á þessum tímapunkti er óvíst. Margir telja að hann sé ekki tilbúinn að taka við Portúgal núna þó hann sé með það markmið að gera það í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner