Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 16. janúar 2023 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Ástandið versnar eftir dramatískar lokasekúndur
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Empoli 1 - 0 Sampdoria
1-0 Tyronne Ebuehi ('55)


Fallbaráttulið Sampdoria var næstum búið að ná sér í gífurlega dýrmætt stig á útivelli gegn Empoli í síðasta leik átjándu umferðar Serie A tímabilsins. Það varð ekkert úr því eftir fimm mínútna sirkús á lokasekúndunum.

Heimamenn í Empoli voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum og verðskulduðu að taka forystuna þegar Tyronne Ebuehi skallaði hornspyrnu Razvan Marin í netið snemma í síðari hálfleik.

Gestirnir frá Genúa gerðu sig sjaldan líklega til að jafna en þeir komu boltanum í netið með lokasnertingu leiksins. Þeir héldu að þeir væru búnir að bjarga stigi og fögnuðu dátt í tæpa mínútu, allt þar til VAR teymið sagði stopp.

Jöfnunarmarkið kom eftir aukaspyrnu á lokasekúndunum þar sem Emil Audero, markvörður Samp, fór fram og átti mikla aðkomu að jöfnunarmarkinu með misheppnaðri bakfallsspyrnu og skemmtilegri vippu innan vítateigs.

Manolo Gabbiadini, sóknarmaður Samp og fyrrum leikmaður Southampton, var dæmdur brotlegur í aðdraganda marksins þegar hann lenti í samstuði við andstæðing, datt og lenti með hendina á boltanum. Samstuðið sem hann lenti í við andstæðing ætti líklegast að flokkast sem brot og þá átti vítaspyrna að vera dæmd.

Sjón er sögu ríkari og má sjá atvikið hér fyrir neðan.

Samp er með 9 stig eftir 18 umferðir, sjö stigum frá öruggu sæti. Empoli siglir lygnan sjó um miðja deild með 22 stig.

Samp var síðast í Serie B tímabilið 2011-12 og þar áður frá 1999 til 2003.

Sjáðu lokasekúndurnar


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner