Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   mán 16. janúar 2023 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael var ekki í hóp af því hann er á förum
Mikael Egill Ellertsson er á förum frá Spezia í þessari viku. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins sem lagði Torino að velli í gær.

Ástæðan fyrir því er sú að hann er á förum frá félaginu, líklegast á láni.

Luca Gotti, stjóri Spezia, sagði fyrir leikinn í gær að þeir Mikael Egill og David Strelec væru ekki í hópnum þar sem þeir væru á förum. Mál þeirra ættu að skýrast í vikunni.

Spezia er í fallbaráttu í Serie A og fékk félagið tvo miðjumenn á dögunum sem takmarkar þær mínútur sem Mikael gæti fengið með aðalliði félagsins.

Mikael hefur verið orðaður við Roda JC og Sparta Rotterdam í Hollandi og þá hefur ónefnt félag í Serie B áhuga á landsliðsmanninum.

Mikael, sem verður 21 árs í mars, á tíu A-landsleiki að baki fyrir Ísland og hefur komið við sögu í ellefu Serie A leikjum það sem af er tímabils.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
11 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
12 Udinese 16 6 3 7 17 27 -10 21
13 Torino 16 5 5 6 16 26 -10 20
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 16 1 6 9 17 27 -10 9
Athugasemdir
banner
banner