Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 16. janúar 2023 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Richarlison neitaði að taka í höndina á Martinelli
Mynd: EPA

Brasilísku landsliðsfélagarnir Gabriel Martinelli og Richarlison áttust við í Norður-Lundúnaslagnum um helgina þar sem Arsenal hafði betur gegn Tottenham.


Martinelli var í byrjunarliði Arsenal en Richarlison byrjaði á bekknum hjá Tottenham. Staðan var 0-2 fyrir Arsenal þegar Martinelli stillti boltanum upp til að taka hornspyrnu og var Richarlison að hita upp nálægt honum. Martinelli ákvað að teygja sig til Richarlison og heilsa uppá hann en Richarlison neitaði að taka í höndina og uppskar fagnaðarlæti frá stuðningsmönnum.

Richarlison og Martinelli áttu eftir að kítast lítillega í leiknum eftir að Richarlison var skipt inná, en lokatölur urðu 0-2 og er Arsenal óvænt með átta stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar, þegar 18 umferðir eru búnar af 38.

Richarlison var í sviðsljósinu að leikslokum eftir tapið. Hann var ósáttur með látbragð Aaron Ramsdale, markvarðar Arsenal, og veittist að honum. Í kjölfarið brutust út hálfgerð átök, þar sem áhorfanda tókst að sparka í bakið á Ramsdale.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, rölti með Ramsdale burt frá látunum en á leiðinni sá hann Granit Xhaka, varafyrirliða Arsenal, skokka í áttina að átökunum.

Arteta hefur áttað sig á því í hvað stefndi því hann sleppti takinu á Ramsdale umsvifalaust til að spretta á eftir Xhaka og stoppa hann frá því að ráðast á andstæðingana sína.

Þessi skemmtilegu atvik má sjá hér fyrir neðan.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner