Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 23:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juric: Vorum eins og saklaus börn
Mynd: Getty Images

Ivan Juric, stjóri Southampton, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn Man Utd i kvöld.

Southampton var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og var verðskuldað með forystuna þegar flautað var til hálfleiks.

Það var svo Amad Diallo sem stal senunni þar sem hann skoraði þrennu á rúmum tíu mínútum undir lok leiksins.


„Við spiluðum mjög vel í 75-80 mínútur. Við vorum ekki með hugarfarið í að vinna leikinn. Það eru augnablik þar sem menn þurfa að vera sniðugir og áræðnir í að gera ákveðna hluti. Við vorum eins og saklaus börn á ákveðnum tímapunktum og töpuðum leik sem við stjórnuðum í 75 mínútur," sagði Juric.

„Við fengum mjög góð færi í fyrri hálfleik og áttum að skora meira. Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel og Kamaldeen Sulemana fékk færi ásamt fleirum. Við skoruðum bara eitt og það er ekki nógu gott. Strákarnir eru að leggja hart að sér en við þurufm að gera betur til að halda ákefðinni."

„Ég verð reiður í kvöld en frá og með morgundeginum verðum við að hugsa um Nottingham Forest. Leikmennirnir verða að vera meðvitaðir um það að þeir geta verið samkeppnishæfir og spilað vel," sagði Juric að lokum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 20 14 5 1 48 20 +28 47
2 Arsenal 21 12 7 2 41 19 +22 43
3 Nott. Forest 21 12 5 4 30 20 +10 41
4 Newcastle 21 11 5 5 37 22 +15 38
5 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
6 Man City 21 10 5 6 38 29 +9 35
7 Aston Villa 21 10 5 6 31 32 -1 35
8 Bournemouth 21 9 7 5 32 25 +7 34
9 Brighton 21 7 10 4 32 29 +3 31
10 Fulham 21 7 9 5 32 30 +2 30
11 Brentford 21 8 4 9 40 37 +3 28
12 Man Utd 21 7 5 9 26 29 -3 26
13 West Ham 21 7 5 9 27 41 -14 26
14 Tottenham 21 7 3 11 43 32 +11 24
15 Crystal Palace 21 5 9 7 23 28 -5 24
16 Everton 20 3 8 9 15 26 -11 17
17 Wolves 21 4 4 13 31 48 -17 16
18 Ipswich Town 21 3 7 11 20 37 -17 16
19 Leicester 21 3 5 13 23 46 -23 14
20 Southampton 21 1 3 17 13 47 -34 6
Athugasemdir
banner
banner