Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brann selur Helland til Bologna fyrir metfé (Staðfest)
Mynd: Bologna
Bologna hefur staðfest kaupin á norska varnarmanninum Eivind Helland frá Brann.

Kaupverðið er rúmlega 8 milljónir evra en hann er dýrasti leikmaður sem Brann hefur selt. Áður var Aune Heggebo sá dýrasti en hann gekk til liðs við West Brom fyrir 5,5 milljónir evra í fyrra.

Helland er aðeins tvítugur en hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína hjá Brann undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Hann fékk góða reynslu í fyrra þegar hann spilaði með Brann í Evrópudeildinni. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Noreg gegn Ísrael í október í fyrra.
Athugasemdir
banner