Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 14:35
Kári Snorrason
Calvert-Lewin og Emery menn mánaðarins: Sá fyrsti frá Leeds í 25 ár
Calvert Lewin skoraði sex mörk í fimm leikjum í desember.
Calvert Lewin skoraði sex mörk í fimm leikjum í desember.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að Unai Emery hafi verið valinn stjóri febrúarmánaðar og Dominic Calvert-Lewin leikmaður mánaðarins.

Calvert-Lewin skoraði í öllum fimm leikjunum sem hann spilaði í desember og skoraði þar á meðal tvö mörk í 4-1 sigri Leeds á Crystal Palace.

Hann er fyrsti leikmaður úr röðum Leeds til að hreppa verðlaunin frá því að Rio Ferdinand hlaut heiðurinn í október 2001. Calvert-Lewin hefur einu sinni hlotið titilinn áður en það var árið 2020 þá með Everton.

Unai Emery og lærisveinar hans í Aston Villa fögnuðu góðu gengi í desember, en liðið vann fimm leiki en tapaði einum leik gegn toppliði Arsenal. Sá spænski hlýtur verðlaunin í þriðja sinn.



Athugasemdir
banner