Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fös 16. janúar 2026 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic blandar sér í kappið um Callum Wilson
Mynd: West Ham
Mynd: EPA
Skotlandsmeistarar Celtic eru í bráðri leit að nýjum leikmönnum til að styrkja leikmannahópinn sinn á miklu vonbrigðatímabili.

Stórveldinu vantar nýjan framherja og hafa stjórnendur ákveðið að beina spjótum sínum að Callum Wilson hjá West Ham United. Sky Sports greinir frá.

Wilson er 33 ára gamall og aðeins með sex mánuði eftir af samningi. Hann hefur fallið langt aftur í goggunarröðinni hjá Hömrunum eftir að félagið keypti tvo nýja framherja inn í upphafi janúargluggans.

Ýmis félög hafa verið orðuð við Wilson á síðustu dögum en hann er í viðræðum við West Ham um að binda enda á samning sinn við félagið fyrr.

Wilson yrði þá frjáls ferða sinna og hefur meðal annars verið orðaður við Everton, félög í Sádi-Arabíu og í Championship deildinni.

Wilson er ekki eini framherjinn sem Celtic er að reyna við. Skotarnir eru einnig á eftir David Datro Fofana leikmanni Chelsea sem er að gera frábæra hluti á láni í tyrkneska boltanum og Franko Kovacevic hjá NK Celje.

Wilson er gríðarlega reynslumikill þar sem hann á 92 mörk að baki í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 2 mörk í 9 landsleikjum fyrir England.
Athugasemdir
banner