Chelsea reyndi að kaupa miðvörð síðasta sumar sem hefði verið lykilmaður í byrjunarliðinu en það gekk ekki eftir.
Levi Colwill sleit krossband á undirbúningstímabilinu en Chelsea vildi alltaf bæta við sig miðverði.
Levi Colwill sleit krossband á undirbúningstímabilinu en Chelsea vildi alltaf bæta við sig miðverði.
Sky Sports greinir frá því að félagið sé í viðræðum við franska félagið Rennes um kaup á hinum tvítuga Jeremy Jacquet. Sky í Þýskalandi greinir einnig frá því að Bayern hafi áhuga á honum en verðmiðinn gæti verið of hár, hann er metinn á 50 milljónir evra.
Chelsea vill einnig fá miðjumann eða sóknarmann í janúar, félagið hefur skilið eftir eitt laust pláss í Meistaradeildarhópnum svo það geti bætt við einum leikmanni.
Jacquet er tvítugur og hefur spilað 34 leiki í frönsku deildinni en hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2024. Þá hefur hann spilað 31 leik fyrir yngri landslið Frakka.
Athugasemdir



