Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 11:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
City að stela Guehi frá Liverpool
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: EPA
Manchester City virðist vera að stela Marc Guehi frá Englandsmeisturum Liverpool.

Guehi var svo gott sem kominn til Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Hann var búinn að samþykkja tilboð Englandsmeistarana en Crystal Palace hætti við á síðustu stundu þar sem ekki tókst að finna leikmann í staðinn fyrir hann.

Guehi verður samningslaus næsta sumar og var Liverpool að vonast til að fá hann á frjálsri sölu en City er núna að vinna í því að kaupa hann og virðist hafa tekið fram úr Liverpool í baráttunni um miðvörðinn sterka.

Fabrizio Romano segir frá því að mikið hafi gerst á síðustu 12 klukkutímum í máli Guehi og hann sé núna nálægt því að ganga í raðir City.

Guehi er 25 ára gamall og er einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar. Hann á að baki 26 landsleiki fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner