Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 22:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dembele sá um Lille - Svekkjandi jafntefli hjá Helga Fróða
Mynd: EPA
PSG skaust á toppinn í frönsku deildinni í bili að minnsta kosti eftir sigur gegn Lille í kvöld.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille en Ousmane Dembele átti frábæran leik fyrri PSG. Hann bætti síðan öðru markinu við en það var einkar glæsilegt.

Hann fór illa með þrjá leikmenn Lille, m.a. Hákon sem var kominn inn í eigin vítateig, og vippaði glæsilega yfir Berke Özer í marki Lille. Bradley Barcola innsiglaði sigurinn í blálokin. Hákon var tekinn af velli undir lokin.

Lille er 4. sæti með 32 stig en Lyon og Rennes eru aðeins tveimur stigum á eftir. PSG er með tveggja stiga forystu á Lens sem á leik til góða.

Helgi Fróði Ingason spilaði 75 mínútur í svekkjandi jafntefli Helmond gegn Vitesse í næst efstu deild í Hollandi. Helmond var með 2-1 forystu þangað til Marco Schikora jafnaði metin fyrir Vitesse í uppbótatíma. Helmond er í 14. sæti með 25 stig eftir 22 umferðir.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki með Dusseldorf, í 1-0 sigri gegn Armenia Bielefeld í næst efstu deild í Þýskalandi, vegna meiðsla. Dusseldorf er í 14. sæti með 20 stig eftir 18 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner